B.I.B.L.I.A. Er bókin bókanna.

Biblían er svo skemmtileg.

Mikið væri dásamlegt ef við værum öll nakin í paradís að klappa ljónum og borða ávexti allan guðslangan daginn. Óþekktin í Evu að hlusta á höggorminn og borða af skilningstrénu bara vegna þess að henni fannst það girnilegt til fróðleiks.
Þetta er alveg endalaust skemmtileg saga. Sagan um paradís og fall mannsis. Hreint út sagt dásamleg.

Hvað hefði gerst ef hún hefði ekki gert þetta? Við öll í paradís eins og börn...
Hvað hefði gerst ef bara hún hefði gert það og Adam hefði sagt nei takk? Evurnar stjórnuðu þá heiminum og mennirnir .... væru þá naktir með gæludýrunum að maula (lífrænt ræktaða) ávexti... mmh, ekki alslæm hugmynd...
Við Evur kæmum heim eftir erfiðan vinnudag og mjúkt ljón biði okkar til að klappa yfir fréttunum og nakinn maður væri..tjah útí sandkassa sennilega... oh well.
Svona er endalaust hægt að halda áfram í ganni en fór sem fór.

"Höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar, sem Drottinn Guð
hafði gjört. Og hann mælti við konuna: "Er það satt, að Guð hafi sagt:
,Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum'?"
Þá sagði konan við höggorminn: "Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum
við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, ,af
honum,' sagði Guð, ,megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð
þið deyja.'"
Þá sagði höggormurinn við konuna: "Vissulega munuð þið ekki deyja! En
Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar upp
ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills."
En er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og
girnilegt til fróðleiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf
einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át. Þá lukust upp augu
þeirra beggja, og þau urðu þess vör, að þau voru nakin, og þau festu
saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér mittisskýlur." ...úbbosí þetter soldið vandræaðlegt elskan, við erum nakin..

Hvernig vissi höggormurinn þetta, hann hlýtur að vera guð. Þetta var áður en Lúsífer féll af himnum ekki satt? Svo ekki var þetta hann... enigma... ábyggilega margir spurt sig að þessu, getur einhver svarað mér?

Afleiðingarnar urðu m.a. þessar eftir að Guð yfirheyrði þau um málið og þau neituðu sök nema grey höggormurinn.

"Þá sagði Drottinn Guð við höggorminn: "Af því að þú gjörðir þetta, skalt
þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar. Á
kviði þínum skalt þú skríða og mold eta (?) alla þína lífdaga. Og
fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar
sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess."
(Ég skil þetta ekki alveg með snáka sæðið og hælinn og marða höfuðið en það er rétt að mér er meinilla við höggorma og forðast þá en veit ekki til þess að þeir borði mold...)

"En við konuna sagði hann: "Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú
verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til
manns þíns, en hann skal drottna yfir þér."
(Þarna er ég í verulegum vandræðum)

"Og við manninn sagði hann: "Af því að þú hlýddir röddu konu þinnar og
ást af því tré, sem ég bannaði þér, er ég sagði: ,Þú mátt ekki eta af
því,' þá sé jörðin bölvuð þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni
næra alla þína lífdaga. Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt
eta jurtir merkurinnar. Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs
þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert
þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!"
(Allt Evu að kenna)

Afsakið það við mig að ég er að peista hérna inn langar runur af biblíutextum. Kannski finst ekki öllum þessir textar jafn dásamlega skemtilegir og mér. Það má svo nálgast þetta alltsaman hér

Sverrir Stormsker, ómægad hvað hann er kærkomin viðbót á moggablogg.

Hann bara skrifar svo algerlega endalaust frábæran pistil um hjónabönd samkynhneigðra í Guðs húsum hér á vefnum að það hálfa væri nóg. Og þá komu alskonar komment hjá honum um að þetta og hitt stæði ekki í biblíunni og það bara er ekki rétt.

Ég gáði.

Lög Móse, sem komu samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Guði og þá væntanlega til þessa að túlka nánar boðorðin, eru ansi berorðuð um málið í þriðju mósebók undir kaflanum um kynlíf og reyndar á fleiri stöðum.

Það stendur t.d. í boðorðunum að þú skulir ekki morð fremja, en svo eru alskyns stórmerkilegar undantekningar í lögunum. T.d. ef nautið þitt, sem þú ert ábyrgur fyrir, stangar einhvern til dauða, þá á að grýta nautið og ekki borða kjötið af því. Ef þú, bóndinn, koksar á þessu og það stangar mann eða konu til dauða aftur, þá á að grýta nautið og lífláta þig. Nema það sé hægt að komast að samkomulagi við þig, eiganda nautsins, um greiðslu fyrir lífið sem lést.

Í öllu falli stendur að það megi lífláta bóndann ef nautið hans er með vesen og það vill svo óheppilega til að hann er blankur.... (Exodus 21:28-31)

Önnur undantekning eru menn sem liggja með kynbræðrum sínum sem konur væru. Þar er ekkert hægt að díla með greiðslur eða fórnir.

"Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð"
(Þriðja Mósebók 18-22)
"Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim."
(Þriðja Mósebók 20-13)

(Einsog kynlíf milli tveggja karla hafi eitthvað með konur að gera)

Þetta er fínt fyrir homma, ef þeir geta klárað dæmið standandi þá eru þeir safe... Bara ekki liggja... og konur eru algerlega utanvið þetta þannig að það er ekkert því til mótstöðu að gifta lesbíur í kirkjum
umsvifalaust því það er ekki stafur um að þær meigi ekki liggja með hvorri annari hvorki sem konur væru né sem karlar væru.

Það er náttúrulega hægt að túlka þetta á ýmsan hátt... strákar ættu í öllu falli að forðast aðstæður þar sem þeir þurfa að liggja saman (því það er orð guðs: "liggja" það stendur ekki beint að þeir þurfi að
elskast til að vera fordæmdir) þannig að útilegur, skátaferðalög, sumarbúðir, veiðitúrar, rúm, sófar... osfrv eru þá væntanlega óheppilegar aðstæður.

Klósett, flugvélar, uppvið vegg, klifrugrindur á leikvöllum, skápar, húsasund, gámar, sturtuklefar, mátunarklefar, miðasölubox og svo mætti lengi telja eru ákjósanlegir staðir svo lengi sem ekki þarf að leggjast niður.

Svo er Guð líka alltaf að kvitta undir, Ég er Drottinn. Endar hann iðulega á því að kvitta undir lagakrókana svo ekki verði um villst.

Þeir gerðu þessi fatal mistök í Sódómu og Gómoru, enda mjúkt gras og náttúrfegurð á sléttunum mjúkar pullur hjá hirðingjunm...

Genesis 19, while Lot is in Sodom.

"...all the men from every part of the city of Sodom, both young and
old, surrounded the house. They called to Lot, "Where are the men who
came to you tonight? Bring them out to us so that we can have sex with
them." Lot went outside to meet them and shut the door behind him and
said, "No, my friends. Don't do this wicked thing..."(Gen 19:4-7 NIV)

Eða á íslensku

"...Og þeir kölluðu á Lot og sögðu við hann: "Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra." Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. Og hann sagði: "Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. ..."

ómægaaad, hann bara sendir dætur sínar út í múginn.. 

..Og sjá, eldi og brennisteini ringdi yfir Sódómu og Gómóru... Abraham spurði Guð hvort líka ætti að drepa hina réttlátu og svarið virðist hafa verið já… (nema Lot og dætur hans, þeim var komið undan)

Kill em all, let god sort em out... Þekkt slagorð úr krossferðunum og bandaríska hernum.

Kirkjan er tímaskekkja.

Gifting er andlegt einkamál.

Hvað er ríkisrekin úrelt stofnun að gera inni í svefnherbergi hjá fólki?

Ég er Gunnhildur, systir yðar, lifið heil.
(höfundur er ekki guðfræðingur en hefur yndi af biblíulestri)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guddi sem á að vita allt var ekki upplýstari en svo að hann þurfti að senda spæjara til að baktékka dæmið áður en hann tók ákvörðun um að myrða konur og algerlega saklaus börn, morð á saklausum börnum er eins og að drekka vatn fyrir kærleiks guðinn og fólk vil binda sig og sína við þennan ógurlega ímyndaða fjöldamorðingja

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þessu Gunnhildur, kominn tími til að gleyma þessari ríkiskirkju. Gaman samt að Geir Haarde skildi detta í hug að gefa páfanum nýju þýðingarbibblíuna og kross þegar hann leit við í Vatíkaninu um daginn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.11.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Fríða Eyland

Góð Gunnhildur ...

Kveðja 

Fríða Eyland, 10.11.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband