Almennt um fordóma

I. Fordómar.

Hvað ætlaði ég að skrifa um? Ég fór að hugsa um fordóma vegna umræðna á Jenníarbloggi í vikunni, ýmislegt sem þar kemur fram áhugavert. Ég er sjálf ekki á móti endurútgáfu bókarinnar "Tíu litlir negrastrákar" eða "Ten little niggers" þó hún ætti frekar heima á bókasafni sem söguleg antík, barn-síns-tíma og allt það en fyrst einhver vill endur-útgefa hana kannski útaf Muggi og listrænu sjónarmiði set ég mig ekki upp á móti því.
Ég set mig hinsvegar upp á móti því þegar fólk ætlar að lýsa því yfir að það sé ekki að finna kynþáttafordóma í þessari rímu.
Það eru AUGLJÓSIR KYNÞÁTTAFORDÓMAR í henni enda gefin út á tíma þar sem fordómar voru ekki kallaðir fordómar heldur þótti það bara almennur sannleikur að blökkumenn væru heimskari og latari en hvítir menn en nú vitum við ÖLL betur (er það ekki annars alveg örugglega?). Þessi bók er ekki stórskaðleg lengur. Vísan furðuleg og teikningarnar magnaðar fyrir margra hluta sakir í íslensku og/eða sögulegu samhengi... alltsaman ágætis umræðugrundvöllur raunar.

Ef ég væri blökkumaður... ég veit ekki almennilega hvort ég mundi taka hana nærri mér eða líta á hana sem hluta af sögunni. Hún er móðgandi það eru alveg hreinar línur.

En að afneita því að það séu fordómar í bókinni er alveg furðulegt og í raun hættulegt viðhorf.
Og afhverju skyldi einhver vilja afneita því að það séu kynþáttafordómar í þessari bók? Ríman var skrifuð og gefin út á tíma þegar kynþáttafordómar og trú á að hvíti kynstofnin væri æðri öðrum var almenn. Hún var samin þegar þrælahald viðgekkst og var kannski rétt að byrja að þykja eitthvað athugavert fyrir sérvitra aktívista síns tíma. (1868 kom hún fyrst út á prenti) og þessvegna eru einfaldlega alveg augljósir fordómar í henni.
Það er bara þarna alveg borðleggjandi augljóst.
Ég veit ekki nákvæmlega hvenær Tinni í Kongó var gefin út en það var um svipað leiti og Belgar voru sem iðnastir við að murka lífið úr Kongó. Alveg merkilega ósmekkleg bók líka.
Og nú á að endurútgefa. Hún er á margan hátt merkileg en hún er tímaskekkja. Það er margt tímaskekkja. Mér finnst Biblían vera tímaskekkja en ég vill ekki banna endurútgáfu á henni þó ég sé ósammála því að ég fari á blæðingar og gangi í gegnum kvalir við að eiga börn vegna þess að Eva smakkaði epli og tældi Adam til að fá sér bita... og möööörguuuu öðruuuu í henni.

"æji oh ég er með erfðarsyndina, ég nenni ekki út ég ætla bara að fá mér heitt kakó og leggjast uppí rúm, bíða bara þar til guð er búin að refsa mér."

Í umræðum í Jenníarbloggi virtist hún og allir sem vildu meina að það væru kynþáttafordómar í bókinni "Tíu littlir negrastrákar" eða "Ten little niggers", þ.á.m. ég, alltíeinu vera orðnir fánaberar þess að vera algerlega á móti þessari bók og jafnvel þess að banna hana, hvaðan sem sú humynd kom. Ég er það ekki, en ég er algerlega á móti því að afneita fordómum.
Og þá fór ég að hugsa um fordóma og hvort ég væri fordómalaus sem ég vissi náttúrulega að ég væri ekki en það er ágætt að líta stundum á eigin fordóma svolítið almennilega í amstri dagsins.

II. Fordómar Gunnhildar.

Ég er sjálf haldin alskonar fljótfærnislegum og vanhugsuðum fordómum.
Td útí ýmsar þjóðir;
Þjóðverjar: rökfastir og húmorslausir, gáfaðir...
Hollendingar: Kjaftorir, hreinskilnir og furðulega þröngsýnir í rómaðri víðsýni sinni...
Danir: Ligeglad, næs, bjórdrekkandi smáborgarar upptil hópa...
Íslendingar: Fljótfærnir, skammsýnir, neysluklikkaðir... ofl ofl... (ótrúlega pirrandi þjóð)
Ammríkanar: Frábærir og skemtilegir en rosalega fíbblalegir í stjórnmálum og afturábak upptil hópa...
Kínverjar: duglegir, strangir, hógværir, listfengnir...
Tyrkir, þröngsýnir og óheiðarlegir en mjög litríkir
Japanar: Agaðir heiðursmenn..... blaaahhh blaaahhhhh
Ég á endalausa svona bráðskemmtilega sleggjudóma í pússi mínu. Maður á ekki að láta svona útúrsér á opinberum vettvangi en ég bara sísvona læt þetta flakka og vona að mér fyrirgefist heimskan.

Sennilega er ég mest fordómafull útí trúarbrögð, ég lít á þau sem alvarlegt manipjúlatíft valdatæki, uppsprettu valdagræðgi og allmennrar illsku í heiminum þó  þau séu "fín" útfrá listrænu sjónarmiði. Ég er fordómafull útí ýmsilegt fleira en ég ætla að líta aðeins nánar á þessa trúarbragðafordóma mína.
Ég er með fordóma fyrir Krisni. Mér finnst óþolandi að kirkjan vilji ekki gefa saman samkynhneigða núna strax, allstaðar í heiminum skilyrðislaust.. og mér finnst alveg fullt, fullt af kristnum skoðunum og gildum gjörsamlega óþolandi og ég þoli ekki þessa stofnun sem í sjálfréttlætingu kærleika hefur troðið á fólki í gegnum aldirnar og ég get bara ekki horft frammhjá því. Ég, Gunnhildur Hauksdóttir, er einnig raunvörulega fordómafull gagnvart Múslimum, þeir eru mér framandi.

Ég hef líka orðið fyrir fordómum sem síðan ólu af sér fordóma mína (ekki það að ég sé neitt að afsaka mig). Í þeim borgum sem ég hef búið í hef ég kosið að búa í "innflytjendahverfum" þau er langskemtilegust, ódýrust, fjörbreytilegust, besti maturinn þar og allt það. Ég bjó í Austur-miðbæ Amsterdam í rúm tvö ár og í Kreuzberg í Berlín í tvö ár. Nú er ég flutt í "hvítt", "ungt", borgaralegt hverfi í Berlín og það er mikið leiðinlegra og einsleitara þó það sé alveg fínt. En þegar ég bjó í þessum "tyrkjahverfum" varð ég stundum fyrir ægilegum fordómum. Sérstaklega í Amsterdam. Ég bjó þar á suðupunkti, rétt áður en Vincent Van Gogh morðið var framið í Osterpark sem var rétt hjá þar sem ég bjó. Ef ég fór t.d. út í þvottahús á heitum deigi að þvo þvottinn minn, var kanski klædd í pils og hlýrabol, setti í vél, labbaði mér svo kanski útí ísbúð á meðan vélin var að þvo, í miðri bissí götu um hábjartan dag. Þá var stundum hrækt á eftir mér af karlmönnum. Mér var gefið verulega illt auga eða það var gólað á mig og tungan rekin út á einhverskonar kynferðislegan hátt og brosað kankvíslega. Ég svaraði aldrei fyrir mig en mér þótti þetta leitt. Það getur verið varhugavert að svara fyrir sig, ein stelpa sem ég kannast við var barin fyrir það. Þeim fannst ég klædd einsog hóra. Ég geri ráð fyrir að þeir sjái vestrænar "hórur" í glanstímaritum glenna sig og þeim fannst ég vera eins og þær og annaðhvort fyrirlitu mig fyrir það eða skildu ekki afhverju ég vildi ekki tala við þá og bara hreinlega kíkja með þeim inní húsasund og leyfa þeim að tékka betur á mér fyrst ég var að glenna mig svona berleggjaða.

KLASH!!!

Annar menningarheimur beint oní nefinu á mér og ég varð fyrir barðinu á því. Minn menningarheimur og þeirra KLASSH BÚMM krassaði oft í sólskininu og mér þótti það leitt. Stundum varð ég ótrúlega reið og fannst þeir ömurlega heimskir og viðbjóðslega dónalegir sem þeir náttúrulega voru og ég þróaði með mér fordóma útí þá. Útí heiðursmorðin og meinta meðferð á konum í múslimasamfélögum og ýmislegt fleyra. Ég er ekki laus við þessa fordóma. Ég "skil ekki og veit ekki" margt í samfélagi múslima, Eg hef talað við Islam-trúar kunningja mína um þetta og þeir eru oft jafn bitrir útí sitt fólk og ég útí kristna bræður mína og systur (Bush bróðir minn er t.d. alveg að gera mig gráhærða). Ég sé enga lausn í sjónmáli í þessu vonlausa ömurlega trúarbragða-/valda-/peninga- stríði sem við eigumst við í veröldinni í dag. Nema umburðarlyndi. En umburðarlyndi og trúarbrögð bara virðast als ekki fara saman og trúarbrögð virðast fylgja mannkyninu frá örófi sóldýrkandi Egypta og örugglega mun lengra aftur svo þetta virðist vonlaust. Við munum halda áfram að slátra hvort öðru og hata hvort annað í nafni "réttra skoðanna" / trúarbragða og/eða peninga í langan tíma áfram held ég (nema hugsanlega að það komi alien invasion sem sameinar okkur sem tegund).
Ég sé það ekki breytast í fyrirsjáanlegri framtíð einsog ástandið og viðhorfið er í heiminum. Við murkum lífið úr hvoru öðru og niðurlægjum hvort annað á meðan við getum þar til jökklarnir bráðna og jörðin sekkur í sæ útaf skammsýni okkar og græðgi.
Syndaflóð?

III. Lausn

Ég get ekkert gert nema eins og Michael Jackson bauð og horfa í spegilinn og afneita ekki eigin fordómum. Reyna að vera opinská með þá og ræða þá upphátt við sjálfa mig og aðra og standa upp þegar mér er ofboðið. Heimurinn er jú og verður amk hálffullur af hálfvitum ekki satt? Amk frá mínum bæjardyrum séð. Við erum svo frumstæð.

Ég vona að börn innflytjenda í vel upplýstu, vestrænu heimalandi mínu Íslandi verði ekki fyrir aðkasti í skólum og vona sannarlega að endurútgáfa þessarar blessuðu bókar verði ekki til þess. Ég hef reyndar orðið vitni að slíku aðkasti meðal barna á Íslandi og það tekur mig ótrúlega sárt. Ég vona að íslensk stjórnvöld geri ekki sömu mistök og margar þjóðir í innflytjendamálum heldur mennti fólk grimmt um alla þessa spennandi, fjölbreyttu og ólíku menningarheima sem færast nær og nær með hnattvæðingunni og alla verðandi Íslendinga um íslenskt réttarfar, menningu og tungu svo allir geti lifað jafn réttháir og meðvitaðir í göfugu, fjölbreyttu samfélagi manna.

Og hvað hefur þetta allt með tíu littla negrastráka að gera? Litlu kjána krúttinn. Kanski að bókin ætti að heita "Tíu litlir Múslimar" í dag ef hún á að standa undir fornri frægð fordómanna ganvart blökkumönnum sem hún stóð fyrir. Fordómum sem ættu nú að vera úrelltir en eru það barasta ekki baun.

Það er engin lausn, við eigum of langt í land.

Lifið heil.

mbl.is Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blabla

blalbla (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Fínn pistill.  Hreinskilinn og hittir í mark.  Fordómar eru "byrði" mannsins að bera, því miður.  Og öll umræða um þá skapar spennu.  En ef við getum ekki rætt þá af hreinskilni og verið meðvituð um okkar eigin fordóma, þá erum við í vondum málum.

Sigríður Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 10:56

3 identicon

Vel hugsandi og vel skrifað. Takk fyrir lesninguna.

ex354 (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

já, lestu þetta það herðir þig.

Gunnhildur Hauksdóttir, 30.10.2007 kl. 12:03

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Engin lausn Gunnhildur ekki segja þetta!

Hvað með að neyða alla til að vera jafn indælir og við eða skjóta þeim til Plútó

Auðvitað erum við öll með fordóma en sum okkar eru víðsýnni í okkar fordómum en aðrir og viðbúin að bakka og fræðast. Það eru víst skýringar á öllu hef ég heyrt

Laufey Ólafsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Júbb, ég seigi það og skrifa það. Engin lausn.

Við* bara höfum EKKERT breyst. Enn að hengja mann og annan í næsta tré.

Hvers á Plútó að gjalda, fær ekki einu sinni að vera stjarna lengur.

ok, jú jú, við höfum eitthvað þokast kannski...

.... smá...

stundum... sumstaðar... 

 ......oggupínkubobbu smá.

............................

* "Við" as in ég tala sem fulltrúi mannkyns náttúrulega

Gunnhildur Hauksdóttir, 30.10.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...að sjálfsögðu! Ef allir væru eins og "við" væri heimurinn góður staður.

Laufey Ólafsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

haha jáhá sko sammála síðasta ræðumanni!

Gunnhildur Hauksdóttir, 31.10.2007 kl. 11:20

9 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

jáááá úff þá væri allt sykurhúðað... ég er ekki vissum að ég mundi þola það...

Gunnhildur Hauksdóttir, 3.11.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband