Þriðja dýrasta borg í heimi

Samkvæmt allskonar listum, hér er td einn,  er Reykjavík þriðja dýrasta borg í heimi.

"...The top ten of the world’s most expensive megalopolises is as follows:

1. Oslo
2. Tokyo
3. Reykjavik
4. Osaka
5. Paris
6. Copenhagen
7. London
8. Seoul
9. Geneva
10. Helsinki

..." 

 Þannig að já, það er ekki furða þó meðal Íslendingar séu að fara yfirum á dugnaði. Vinna fulla vinnu, yfirvinnu og aukavinnu og missa af æsku barna sinna. Þetta er voðalegt. Einsog Gísli Hjartarson bendir réttilega á er uppeldi þeirra í höndum fagmanna, sem lítil sem engin virðing er borin fyrir í samfélaginu. Alveg voðalegt. 

Afhverju þarf þetta að vera svona? Hvernig stendur á því að allt verðlag og verðmætamat á íslandi er svona keyrt uppúr öllu hófi?

Ekki gott að drepa sig á dugnaði. 

 

 


mbl.is Íslendingar duglegastir Evrópuþjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Jújú, einmitt svo að fólkið drepi sig úr dugnaði.

En ég er svo sammála, skil ekki af hverju allt þarf að vera svona dýrt. 

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 6.10.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Krúttlegt að Reykjavík skuli vera kölluð "megalopolises". Hvað þýðir það annars? Pravda er greinilega skemmtilegt blað, allavega enska netútgáfan! Takk fyrir þetta Gunnhildur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.10.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Já, haha, ég var einhvernvegin búin að ákveða að þetta væri villa og ætti að vera metropolis, sem er líka krúttlegt að kalla reykjavíkurþorp. En já, hm, ég er bara ekki viss hvað þetta þýðir. Best að gúggla.

Taddaa!

1. A very large city.2. A region made up of several large cities and their surrounding areas in sufficient proximity to be considered a single urban complex. þá höfum við það! (héðan)  ps. Já Sandra, þetta er nebblega mjööög dularfullt. Annað hvort klúður eða með ráðum gert til að halda okkur stressuðum og eyðslusömum. "Halda lýðnum niðri með því að látann slíta sér út....ðats the ticket..." hafa stjórnvöld einhverntíma ákveðið og notað þessa aðverð sem hefur þá bara lukkast ágætlega hjá þeim. Vá þarna er komin samsæriskenning. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.10.2007 kl. 15:42

4 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

-aðferð, átti það nú að vera.

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.10.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband