Útrýmingabúðir húsdýra

Við erum búin að finna upp leiðir til að rækta upp dýr til þess eins að murka kerfisbundið úr þeim lífið okkur til matar. Við erum siðmenntuð.

 Svo förum við út að sporta og murka líka lífið úr villtum dýrum og smella af mynd af okkur með td hyrti sem skömmu áður nartaði frjáls í lambagras á hálendinu með hjörðinni sinni.

Við erum stolt á myndunum, í töff camoflashgöllum með vopn. Við erum svo siðmenntuð. 

Ó, eða er það kanski líka ofbeldi gagnvart dýrum? 

Mér þykir vænt um kisuna mína, þegar ég var lítil þótti mér vænt um lömbin og varð döpur þegar kálfarnir voru teknir af mömmum sínum og grét með þeim.

Ég er að hugsa um að gerast grænmetis æta.

Í kína smakkaði ég hund. Daginn eftir baðaði ég hund og gaf honum meðul.

Mér leið ekkert sérstaklega illa yfir því að hafa smakkað hund en vinur minn sem er hundaeigandi var reiður útí mig.

 

 

 


mbl.is Hvernig matreiðir þú kött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sammála sammála sammála! Þetta er allt sama tóbakið og lömb, kálfar, hreindýr og rjúpur eru ekkert síðri dýr en hundar og kettir. Ef börnin mín væru ekki alltaf að biðja um kjöt þá væri ég grænmetisæta. 

...og gaman að sjá þig hér

Laufey Ólafsdóttir, 6.10.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband