5.10.2007 | 19:31
Hitler sagði.
Hitler á að hafa sagt "hver man eftir Armenunum í fyrri heimstyrjöldinni" þegar hann var að skipuleggja helförina og til tals kom hvernig hans yrði minnst fyrir það.
Það er alveg endalaust ótrúlegt að Tyrkir skuli ekki gangast við þjóðarmorðunum á Armenum og hvað þá aðrar þjóðir heims. Sérstaklega Bandaríkin því það voru m.a. þeir sem reyndu hvað mest að koma Armenum til bjargar á meðan á þessari helför stóð. Nú eru Hollendingar búnir að setja í lög að það er bannað að afneita þjóðarmorði á Armenum opinberlega. Frakkar gerðu það líka, Sviss og sennilega fleiri þjóðir sem ég veit ekki um og það stendur til að gera það sama í Rússlandi skilst mér.
Það er stutt síðan nóbelsverðlaunahafanum Orhan Pamuk var stefnt fyrir rétt og fangelsaður fyrir að tala opinberlega um þessi þjóðarmorð og réttindamál kúrda í Tyrklandi eins og margir muna eflaust. Og reyndar hefur mörgum blaðamönnum og rithöfundum verið stefnt og þeir fangelsaðir af sömu ástæðum. M.a. Shafrak fyrir bók sína "Bastard of Istanbul" en hún og ótal aðrir sem tala opinberlega um þetta málefni í heimalandi sínu Tyrklandi s.s. sæta enn þann dag í dag ofsóknum sem Tyrkland reynir að hylja yfir.
Og þetta er múslimalandið sem bandaríkjamenn ætla að nota sem "dæmi" í þessari idíódísku herferð sinni að "spread democracy" og berjast gegn "hryðjuverkum" og í þeim prósess ætla þeir að standa með Tyrkjum í að breiða yfir þessa skömm sem sem þeir hljóta að eiga eftir að þurfa að horfast í augu við.
Þessi maður (Bush) er svo grátlega afturábak og transparent að það nær engri átt.
Ég, Gunnhildur Hauksdóttir, kalla hér með eftir því að Tyrkir gangist við þjóðarmorði á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni og lýsi því hér með yfir að ég er mótfallin aðild Tyrklands að Evrópubandalaginu* fyrr en þeir eru búnir að reyta illgresið í garðinum hjá sér (líka í réttindamálum kúrda).
*Sem b.t.w. Bandaríkin ýta á í viðleitni sinni til að eiga "tamið" múslimaland sem fjöður í hatti sínum í koktel boðum í hvíta húsinu.
Svei.
Bush vill ekki tala um þjóðarmorð á Armenum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Idíódísk herferð er réttnefni.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.10.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.