26.12.2007 | 00:40
Hvað á maðurinn við?
Hvað ætli biskup eigi við með því að tíðarandinn í dag leitist við að ræna karlmann karlmennsku sinni?
Þetta er verulega spennandi, ég er afar forvitin að vita hvað biskup íslands, forseta og fána, hafi verið að hugsa þegar hann skrifaði þessi orð. Ætli hann sé svona gjörsamlega úr tengslum við tíðarandann. Hvað á maðurinn við?
Hvernig leitast tíðarandinn við að ræna karlmann karlmennsku sinni? Með því að leitast við að jafna kynjahlutverkin, með því að það sé sjálfsagt að karlmenn séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu og uppeldi barna sinna á heimilinu frekar en að einbeita sér að því vera fyrirvinnur og þöglir, sterkir og verndandi. Nei, hann virðist ekki eiga við það, því hann talar um að Jósep hafi staðið sig vel á þeim vígstöðvum... Kannski er hann að tala um metrosexualisma, biskupinn vill kanski ekki að karlmenn fari í manikjúr og petikjúr og láti fjarlægja líkamshár? Ef hann á við það þá er ég sammála honum. Mér er meinilla við hárlausa karlmannslíkama og (of) vel snyrtar karlmannshendur..
Honum virðist finnast karlmenn útundan í samfélaginu, það er skrítin hugleiðing, eru karlmenn útundan? Hm... hvernig? Hann virðist hálf súr því það séu til svo fá málverk af Jósep greyinu sem stóð sig svona vel einsog margir nútíma karlmenn sem ala upp annara manna börn sem sín eigin. Jósep var nútímalegur.
Ég skil ekkert í því að hann sé eitthvað súr útaf því samt. Ég er frekar súr yfir því að kristni murkaði lífið úr kvenfólki á miðöldum en jæja við sættum okkur við það með titrandi hjarta í kristilegum kærleika í dag.
Kannski finnst honum vera svona gengdarlaus pressa á karlpeningnum... Vera fyrirvinna, vera verndandi og sterkir en samt mjúkir og skilningsríkir, vera virkir á heimilinu en samt með carríer... þetta er pressa okkar allra svosem svo það er ekkert sérstaklega karlmannlegt við þessa pressu... Hann kannski skilur það ekki...?
Það er náttúrulega hægt að losna við þessa pressu með því að ganga í barndóm og verða sem ungbarn á ný með trúna við hjartað (þá er nú hárleysið og mjúk húð ekki verri uppá stemmninguna svo metrosexualismi hjálpar þar...)
En já, maður spyr sig, hvað á maðurinn við? Þetta er stórmerkileg ræða og ég er viss um að öll karlmanns hjörtu og öll hjörtu yfirhöfuð, í dómkirkjunni, hafi titrað í spurn á jólanótt.
Gleðileg jól öllsömul.
Mér er hann Jósef eitthvað svo hugstæður í seinni tíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðar vangaveltur hjá þér Gunnhildur
Ég held að hann sakni feðraveldisins, þar sem feður lögðust í sófann að loknum vinnudegi og konan þjónaði þeim síðan með mat og drykk. Síðan ef heimasætan vildi giftast æskuástinni sinni þá ákvað húsbóndinn að það kæmi ekki til greina því viðskiptafélagi hans ætti son sem væri reynda frekar ófríður og þar að auki drykkjusjúklingur, en það myndi þjóna hagsmunum húsbóndans að heimasætan myndi giftast þessum einstakling. Og að sjálfsögðu myndi presturinn sem væri auðvitað karlmaður, ekkert hafa að athuga við þessar ráðstafanir.
Hver fjandann þykist biskup svo vita hvort Jósef var duglegur heima fyrir eða ekki, er maðurinn ekki með öllum mjalla. Það ríkti algjört feðraveldi á þessum tíma og svo er Það algjölega klárt frá biblíunnar hensd að konan á að vera karlmanninum undirgefin. Það segir meira að segja í biblíunni að foreldrar geti selt dætur sínar í þrældóm ef þau vantar peninga. Þetta stendur bara svatrt á hvítu í þessari bók sem svo mjög er hampað um þessar mundir.
Verum skynsöm, segjum okkur úr þjóðkirkjunni, það er einfalt mál og hægt að gera á þar til gerðu eyðublaði hjá Hagstofunni (Á vefnum)
Valsól (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.