Nú geta þeir ráðist inní norður Írak.

Tyrkir hótuði líka öllu illu þegar Frakkar settu í lög að það kalla þessi morð genocide, en svo varð eitthvað lítið úr þeim orðum hjá þeim.

Ég spái því að tyrkir sjái sér leik á borði að ráðast inní Norður-Írak (kúrdaland) núna þegar þeir meiga vera óþekkir við bandaríkin. Þar er olía og þeir geta kroppað í Kúrda um leið.

Ég kalla hér með eftir því aftur að tyrknesk stjórnvöld gangist við þjóðarmorðum á Armenum og taki ábyrgð. Verði meiri fyrir vikið! 

Vísa í skrif mín um sama efni hér á þessu bloggi.


mbl.is Tyrkir fordæma atkvæðagreiðslu um þjóðarmorð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Já þetta er snúið, ef þeir fara er andskotinn laus, en þeir ættu nú samt að fara. Also usa í Írak á ég við.

En ég gleymdi að nota tækifærið og óska Bandaríkjunum til hamingju með að hafa tekið skynsamlega ákvörðun varðandi þetta mál. Það leit útfyrir að þeir mundu ekki samþykkja þetta og það var aaaaalveeeeg ótrúlegt!

Gott að bússi veður ekki alveg uppi með heimskuna eina saman. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 11.10.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Maður getur bara vonað það besta fyrir Kúrdana, það ætlar seint af þeim að ganga. Bandaríkjamenn brugðust þessar þrautseigu þjóð illa í Fyrra - Flóastríði.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.10.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta snýst allt á endanum um peninga og eignarhald á hinu og þessu. Ég er svo endalaust þreytt á þessum skrípaleikjum og reið yfir þjáningum sem saklaust fólk þarf að þola vegna þessa. Hvað er verið að rífast um skilgreiningar á augljósum hlut? Þetta er auðvitað bara spurning um pólitíska afstöðu en ekki rétt og rangt. Bandaríkin kóa með því sem þau hagnast á og andmæla af sömu ástæðu. Svo mikið er ljóst.

Laufey Ólafsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband